Rekstrarráðgjöf og rekstarvinna
Rekstrarráðgjöf og – vinna eru samtengd, en í eðli sínu ólík.
Þegar við innum af hendi rekstarvinnu erum við eins og hver annar starfsmaður fyrirtækisins með sömu eða svipaða verklýsingu. Við framkvæmum.
Rekstrarráðgjöfin snýst frekar um greiningar og ráðleggingar um það sem starfsfólk viðkomandi fyrirtækis þurfa að gera til að ná ákveðnu markmiði. Starfsfólkið fyrirtækis framkvæmir.
Rekstrarvinna / Gigg
Okkar víðtæka rekstrarreynsla gerir okkur kleyft að setja okkur fljótt inn í hvers konar vinnu, og aðstæður, og leysa verkið vel af hendi. Verkin geta verið mörg og á mörgum sviðum rekstrar, eins og dæmin hér fyrir neðan sýna.
Fjármál / bókhald
- Gerum greiðslu- og fjárhagsáætlanir og tengjum við bókhald fyrir innanhúsnot og/eða lánastofnanir.
- Endursemjum við birgja söluvara og/eða rekstrarvara.
Markaðsmál
- Gerum markaðs- og auglýsingaáætlanir og fylgjum þeim eftir.
- Veljum auglýsingar til að birta.
Sölumál
- Skipuleggjum söluátök og framkvæmdum með eða án starfsfólks fyrirtækjanna.
- Setjum upp og innleiðum hvatningakerfi sölumanna.
Mannauðsmál
- Hönnum starfslýsingar og starfsauglýsingar og aðstoðum við ráðningu.
Innkaup
- Finnum nýja birgja, semjum við þá og tengjum við fyrirtækið (pluggum).
Stjórnun
- Stýrum fundum, útbúum dagskrá, stýrum og skrifum fundargerð.
Þessi upptalning sýnir breidd þeirrar vinnu sem við tökum að okkur. Hún getur verið: einstök, tímabundinn, reglubundin, styttri eða lengri og stærri eða minni, allt eftir þörfum.
Rekstrarráðgjöf
Snýst oft um greiningu, áætlun um framkvæmd og eftirfylgni.
Rekstrarráðgjöfin er oftast tengd verkum sem eru stærri í sniðum, taka lengri tíma og þarfnast aðkomu fleira starfsfólks en rekstrarvinnan. Oft er stjórn og framkvæmdastjóri fyrirtækja tengd rekstrarráðgjöfinni. Við höfum gefið ráðgjöf á mörgum sviðum eins og eftirfarandi dæmi sýna.
Stefnumótunarvinna
- Gerum SVÓT greiningu, eða mat á styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum sem fyrirtæki standa frammi fyrir og viðbrögðum við því.
Fyrirtækjakúltúr
- Greinum fyrirtækjakúltúrinn og metum hvernig hann styður stefnumótun.
Viðskiptaáætlanagerð
- Gerum viðskiptaáæltun við stofnun fyrirtækja eða deilda, kaup á fyrirtækjum, eða þegar ný vara er kynnt til sögunnar. Viðskiptaáætlun er ekki síður mikilvæg þegar deildir eru lagðar niður til að lágmarka fórnarkostnaðinn.
Stofnun fyrirtækja
- Hjálpum til við stofnun fyrirtækja, sjáum um alla pappírsvinnu og tilkynningar.
Greinum viðskiptakjör og listum upp afslætti fyrirtækja hjá birgjum. Endursemjum um betri kjör eða hjálpum til við það.
Stýrum fjármálum til skemmri eða lengri tíma, sjáum um að allt sé greitt, bókað og frágengið.
Gerum rekstraráætlun í samráði við stjórnendur, uppfærum og gerum frávikagreiningar reglulega og túlkum. Góð leið til að vakta kostnað og bregðast fljótt við frávikum.